Númarímur
(Epic poem)

Icelandic, poem by Sigurður Breiðfjörð

Farsældin með friðnum er
sem faðmar brjóstið varma
stríðið sæmd og sælu ver
sára vekur harma.

Eins og lind og láðið á
lognið breiðir klæði
engir vindar anda ná
af því fyrir mæði.

Þá úr heiðis háum stað
hita sólin ryður
og hárið greiðir gullfjallað
í gaupnír jarðar niður.

Yfir sáir ylnum góð
allt eins lá og heiminn
hverju strái á hverri lóð
hjúkrar þá ógleymin.

Glóa hagar glitra fjöll
gylltar fljóta iður
þar flatmaga foldin öll
faðmin breiðir viður.

Allar myndir land og lá
lofa heppni sína
drekka yndisanda þá
endurlifna og hlýna.

Allar rætur vakna við
vöxt og aldin bera
þetta læt ég líkast frið
lognið mega vera.
Happiness and peace
embrace us with open arms;
war’s glamour and glory
only a distant lament.

As spring and summer
are spread like a cloth,
no wind disturbs
the cover of stillness.

In the ancient high heavens
bright light is breaking,
hair combed and golden
streaming down to earth.

The gods are sowing goodness
all over the world,
every blade of grass and every field
are tended with care.

Glowing meadows, glittering mountains,
golden rivers twist and twine
through sprawling lands
covered in forest.

All thoughts are of the earth,
praising our luck,
drinking to health,
to enduring life and warm light.

All the roots wake up,
growing and bearing fruit;
peace comes to me,
tranquillity heals me.